Fortsätt till huvudinnehåll

Draslið

Vinnuherbergið mitt er á hvolfi; bækur í stöflum, jólaskraut í kössum og hrúgum, leikföng og allskonar dót á gólfinu og ef ég opna skápinn þá hrynja gamlar tölvur, tölubox, snúrur, kassar og allskonar dót á móti mér. Stemningin er sem sagt ekki eins og á neinum af myndunum á þessari síðu. Ég er að spá í að gera eitthvað í þessu en veit bara ekki hvar ég á að byrja. Kannski gerist eitthvað ef ég set Miles Davis eða Moses Hightower á. Já og ef það birtir einhverntíma af degi. Myrkrið er dálítið langvarandi.

Kommentarer