Vinnuherbergið mitt er á hvolfi; bækur í stöflum, jólaskraut í kössum og hrúgum, leikföng og allskonar dót á gólfinu og ef ég opna skápinn þá hrynja gamlar tölvur, tölubox, snúrur, kassar og allskonar dót á móti mér. Stemningin er sem sagt ekki eins og á neinum af myndunum á þessari síðu. Ég er að spá í að gera eitthvað í þessu en veit bara ekki hvar ég á að byrja. Kannski gerist eitthvað ef ég set Miles Davis eða Moses Hightower á. Já og ef það birtir einhverntíma af degi. Myrkrið er dálítið langvarandi.
Í Politiken er greinarflokkur þar sem starfsfólk safna er spurt um áhugaverða gripi á söfnunum sínum. Í dag var ég að lesa um græju sem var víst til á langflestum dönskum heimilum á fyrri hluta síðustu aldar og var að sögn safnvarðar á dönsku safni notuð sem getnaðarvörn í áratugi. Tækið var notað til að skola út sæði eftir samfarir, en einnig til skolunar eftir fæðingar og ólögleg þungunarrof. Ílátið var fyllt af vatni og hengt hátt upp og svo var spúlað út með hjálp þrýstings og vatns. Þetta tæki mun hafa verið algengt frá 1920 til 1950, en var einnig töluvert notað eftir það því pillan kom jú ekki á markaðinn fyrr en á sjöunda áratugnum. Ýmist var notað hreint vatn eða að út í það var blandað ediki eða sítrónusafa, en það mun ekki hafa verið hollt fyrir líkamann, sýrustigið gat farið í tómt rugl. Svo er þetta ekki sérlega góð getnaðarvörn heldur, en sennilega betra en ekki neitt. Safnvörðurinn sem er til viðtals í Politiken segir að þessi græja hafi verið gríðarlega mikið notuð...
Kommentarer
Skicka en kommentar