Svona er fallegt úti á horni á kvöldin Ferðahandbók Tómasar Cook segir maímánuð besta mánuðinn til að heimsækja Lyon. Veðrið gott og túrismann ekki brostinn á af fullu afli. Tómas getur auðvitað haft sínar skoðanir á veðrinu en það hefur rignt nánast þrotlaust í borginni síðan 10. maí. Nú er ég lífsreynd og þolgóð og veit að aldrei er hægt að stóla á neitt í þessu lífi, og allra síst veður, en ég er óneitanlega orðin hálfþreytt á vosbúðinni. Um daginn sló rafmagninu út í íbúðinni. Við hliðina á útidyrunum er rafmagnstafla sem var opnuð en hún var ekki alveg eins og íslenskar rafmagnstöflur og skýringar og krot við ýmsa takka á frönsku svo ekki þorði maður að fikta mikið í henni. Hnippt var í nágrannastúlku sem talaði við sambýlismann sinn en þau kunnu ekkert á svona lagað (aular). Þá var reynt að ná í bjórsalann á neðri hæðinni en í glugganum hjá honum var miði sem á stóð að hann væri í hádegismat á veitingahúsinu við hliðina og ekki kunnum við við að trufla hann við át og drykkj