Mér er ekki kunnugt um hvaða týpur lesa það sem stendur á þessari síðu (þær eru þó nokkuð margar segir innbyggði ip-töluteljarinn) en ég held bara áfram að skrifa stöku sinnum og vinir og óvinir eru velkomnir hingað inn. Jólabókaflóðið hefur verið dálítið undarlegt þetta árið. Undanfarin ár hef ég verið með fleiri en eina bók að lesa úr og síðustu þrjú ár hef ég gefið út ljóðabækur. Nú er ég bara með eina unglingabók, já, eða öllu heldur hálfa, því ég er annar höfundur umræddrar bókar (og reyndar tvær þýðingar, sem eru samt auðvitað ekki minna virði, en lestrar úr þeim eru fátíðari) og þar af leiðandi hef ég ekki lesið nein ljóð opinberlega í þessari vertíð (nú lýg ég samt aðeins). Ég játa að ég sakna þess að lesa ljóð fyrir fólk, ég er nefnilega smá sprellari og uppistandari innra með mér og finnst gaman að skemmta fólki með ljóðalestri. Skemmtilegra en ég gerði mér grein fyrir. Ég er sem sagt enn að kynnast sjálfri mér. Nú stefni ég að því að skrifa fleiri ljóð á næsta ári en voru skrifuð á þessu ári. Ég held að ég muni standa við það, ef ég fæ ekki hjartaáfall, og jafnvel gefa út ljóðabók.
Í gærkvöldi sagði ég skáldunum A og B frá því að ég væri að skipuleggja ljóðakvöld með þema og að þeim yrði boðið að flytja eigin ljóð sem falla að þemanu. Þeir tóku að sjálfsögðu vel í það. Ljóðakvöldið verður haldið í hentugu skúmaskoti einhvern tíma eftir áramót á meðan enn er skammdegi. Við það tilefni verður flutt tónlist sem einnig fellur að þemanu. Það er best að segja ekki of mikið en á Akureyri um daginn fékk ég svo snjalla hugmynd að hana verður að framkvæma. U, sem er með mér í hljómsveit, tók vel í þetta og bætti við góðum hugmyndum svo nú verðum við að fara að æfa okkur. Umrædd hljómsveit hefur ekki æft í nokkur ár og auk þess þarf ég að læra á munnhörpu til að geta flutt eitt laganna. Ég þarf að kaupa munnhörpuna, nema einhver vilji gefa mér hana í jólagjöf, hvar fást munnhörpur? Nú geta lesendur beðið spenntir eftir ljóðakvöldi með þema og tónlist. Það verður skemmtilegt og sorglegt og það verður áfengi í boði. Okkar allra vegna vona ég að ég fái ekki hjartaáfall um áramótin svo að úr þessu verði.
Í gærkvöldi sagði ég skáldunum A og B frá því að ég væri að skipuleggja ljóðakvöld með þema og að þeim yrði boðið að flytja eigin ljóð sem falla að þemanu. Þeir tóku að sjálfsögðu vel í það. Ljóðakvöldið verður haldið í hentugu skúmaskoti einhvern tíma eftir áramót á meðan enn er skammdegi. Við það tilefni verður flutt tónlist sem einnig fellur að þemanu. Það er best að segja ekki of mikið en á Akureyri um daginn fékk ég svo snjalla hugmynd að hana verður að framkvæma. U, sem er með mér í hljómsveit, tók vel í þetta og bætti við góðum hugmyndum svo nú verðum við að fara að æfa okkur. Umrædd hljómsveit hefur ekki æft í nokkur ár og auk þess þarf ég að læra á munnhörpu til að geta flutt eitt laganna. Ég þarf að kaupa munnhörpuna, nema einhver vilji gefa mér hana í jólagjöf, hvar fást munnhörpur? Nú geta lesendur beðið spenntir eftir ljóðakvöldi með þema og tónlist. Það verður skemmtilegt og sorglegt og það verður áfengi í boði. Okkar allra vegna vona ég að ég fái ekki hjartaáfall um áramótin svo að úr þessu verði.
![]() |
Mæli með þessari bók fyrir unglinga og fleira fólk |
Ég á þrjá drengi 10,12 og 13 sem allir elska Dodda og sakna hans og uppátækja besta vinar hans mjög. Mér fór reyndar líka að þykja verulega vænt um hann þarna árið 2017 þegar sá elsti (sem er leshaltur mjög) las Dodda upphátt og engdist um í aulahrolli einkum vegna pínlegra atvika sem drengir vilja kannski ekkert sérstaklega lesa um upphátt fyrir móður sína. Hvað við skemmtum okkur vel og hlógum og ræddum margt verulega gagnlegt þessar vikur sem lesturinn tók. Takk fyrir okkur! Kemur ekki bók númer þrjú fyrir næstu jól (2019)?
SvaraRaderaGaman ap heyra að þið kunnið að meta Dodda, Pavel og fólkið í kringum þá. Við Hildur lofum engu um þriðju bókina en málið er engu að síður komið í nefnd.
Radera