Fortsätt till huvudinnehåll

Táin á Tollundmanninum

Í Silkeborg á Jótlandi eru varðveittar leifar af manni sem fannst í danskri mýri um miðja síðustu öld. Þegar ég var unglingur fór ég og skoðaði Tollundmanninn og fékk þessa rúmlega tvö þúsund ára gömlu múmíu svolítið á heilann og póstkort af karlinum hékk árum saman uppi á vegg í herbergjum sem ég bjó í. Á þeim árum var ekki til neitt internet og ég fann sáralitla umfjöllun um þennan forvitnilega mann svo póstkortið varð að duga mér í mörg ár. Þegar ég, ásamt góðum meðhöfundi, skrifaði kennslubók fyrir miðstig grunnskóla fyrir nokkrum árum, sá ég til þess að koma Tollundmanninum inn í bókina og ég vona að börnin sem lesa hana og kennarar þeirra kunni að meta það.

Þegar ég sé fjallað um Tollundmanninn, og fleira fólk sem hefur fundist í mýrum í Danmörku, verð ég alltaf forvitin og meðal þess sem mér hefur fundist skemmtilegt er frétt sem birtist í dönskum fjölmiðlum fyrir nokkru síðan. Fréttin fjallar um tá sem var á fæti Tollundmannsins en lenti á flækingi.

Það hafa ýmis vandamál komið upp í tengslum við varðveislu mýrafólks og þegar verið var að vinna í að reyna að forða Tollundmanninum frá rotnun á sjötta áratug síðustu aldar, var skorin af honum táin. Síðan hvarf hún og fannst ekki aftur fyrr en fyrir skömmu. Þá var það þannig að kona í Nivå, sem heitir Birte, mætti á safnið í Silkeborg og skilaði tánni. Pabbi hennar var forvörður sem vann fyrir virt söfn í Danmörku og hann tók ýmislegt heim með sér sem rak á fjörur hans og eitt af því var táin á Tollundmanninum. Birte sagði við blaðamann hjá Politiken að hann hefði gengið með tána í vösum sínum, bæði á jakkanum og baðsloppnum, og tekið hana upp og kíkt á hana öðru hverju, jafnvel haft hana við hliðina á matardiskinum þegar hann var að borða. Það sama átti víst við um gamla peninga, flísar úr víkingaskipum og hitt og þetta sem kom upp við fornleifarannsóknir. Svo hvarf táin einn daginn og Birte sá hana ekki í áratugi. Fjölskyldan leitaði að henni þegar pabbi hennar dó og mömmu hennar grunaði að hún hefði hent henni í ógáti. Svo kom að því fyrir skömmu að Birte flutti á hjúkrunarheimili og í flutningunum fannst táin, sem er kannski tvö þúsund og fjögur hundruð ára gömul, hún lá með verkfærum sem pabbi hennar, forvörðurinn, hafði átt. Tánni var skilað á safnið og þar er fólk auðvitað mjög ánægt með að hafa fengið hana aftur. Nú er hægt að sýna hana og segja söguna af því að hún hafi verið í vasanum á baðslopp forvarðar og einhvers staðar á þvælingi í sjötíu ár eftir að Tollundmaðurinn fannst í mýrinni.

Kommentarer

Populära inlägg i den här bloggen

Panill

Ég er óvenju andlaus þessa dagana. Kannski er það vegna þess að ég borða og drekk of mikið. Ég held samt að það sé frekar vegna þess að ég mála of mikið. Það er verið að mála sumarkofann og þar sem hann var eins og gamalt saunabað að innan, klæddur með brún-gulnuðum panil, er það ærin vinna. Síðasti eigandi, sá sem kom á eftir borgarlækninum, var málari og líklega bílamálari. Það sem var á annað borð málað, til dæmis dökkbláar hurðir, hafði hann örugglega málað með bílamálningu. Það þarf fjórar umferðir af hvítu með 40% gljáa til að þekja þessi ósköp. Ekki hef ég lesið mikið undanfarið. Ég er nýbyrjuð á ævisögu Zöruh Leander eftir Beata Arnborg, bókin heitir Se på mig! Næsta bók með mínu höfundarnafni verður með upphrópunarmerki eins og ævisaga Leander, það er þessi hérna sem nú er í umbroti. Kápuna gerði Elín Elísabet Einarsdóttir, sem ég rakst á á Laugaveginum í fyrra að selja póstkort og sá strax að hún væri hæfileikarík listakona. Fólk er mikið í sumarfríum þessa dagana. Mar

Heima

Flugleiðavélin var full af fólki en við könnuðumst ekki við neinn innanborðs. Ég var búin að hlakka til að hlusta á seinni hlutann af Egils sögum á hljóðbók í vélinni en varð fyrir vonbrigðum. Á útleið fyrir mánuði hlustaði ég á Pál Valsson og Egil lesa til skiptis úr bókinni en í gær var búið að skipta út hljóðbókunum í afþreyingarkerfinu og ég gat þess vegna ekki hlustað á síðasta þriðjung Egils sagna . Í staðinn horfði ég smávegis á Ligeglad og svo mynd um íbúa á Ströndum. Mér finnst merkilega lítið hafa gerst hjá gróðrinum í Reykjavík á heilum mánuði. Það mætti halda að ég hafi verið viku í burtu en ekki mánuð. Undantekningin er heggurinn fyrir framan hús, hann er alltaf fljótur til. Það væri nú skemmtilegt ef hann færi að blómstra. Þetta er heggurinn

Ljóð með þema

Mér er ekki kunnugt um hvaða týpur lesa það sem stendur á þessari síðu (þær eru þó nokkuð margar segir innbyggði ip-töluteljarinn) en ég held bara áfram að skrifa stöku sinnum og vinir og óvinir eru velkomnir hingað inn. Jólabókaflóðið hefur verið dálítið undarlegt þetta árið. Undanfarin ár hef ég verið með fleiri en eina bók að lesa úr og síðustu þrjú ár hef ég gefið út ljóðabækur. Nú er ég bara með eina unglingabók, já, eða öllu heldur hálfa, því ég er annar höfundur umræddrar bókar (og reyndar tvær þýðingar, sem eru samt auðvitað ekki minna virði, en lestrar úr þeim eru fátíðari) og þar af leiðandi hef ég ekki lesið nein ljóð opinberlega í þessari vertíð (nú lýg ég samt aðeins). Ég játa að ég sakna þess að lesa ljóð fyrir fólk, ég er nefnilega smá sprellari og uppistandari innra með mér og finnst gaman að skemmta fólki með ljóðalestri. Skemmtilegra en ég gerði mér grein fyrir. Ég er sem sagt enn að kynnast sjálfri mér. Nú stefni ég að því að skrifa fleiri ljóð á næsta ári en voru sk

Skrópasýki á bænadegi Dana

Mig langar smá að skrópa í vinnunni í dag og fara upp í sumarhúsið mitt (þangað er 15 mínútna akstur) og skrúfa frá krana og athuga hvort gamla þvottavélin virkar. Það sprungu nefnilega leiðslur og blöndunartæki í vetur (og vatn flæddi út á gólf) en nú er búið að laga pípurnar og aftur komið rennandi vatn í kranana. Það er samt ýmislegt sem þarf að laga, bæta og mála í sumarhúsinu sem telst líklega kofi miðað við íslenska sumarbústaði almennt. Mér skilst samt að svona A-hús séu mikið í tísku hjá retró-áhugafólki úti í heimi, ég fékk meira að segja póst í fyrra frá manni í útlöndum sem sá mynd af sumarhúsinu mínu á Instagram og bað mig að gefa sér upp málin á því, hann var að fara að byggja sér svona hús og var að velta fyrir sér hvað hann ætti að hafa stóran gólfflöt. Þetta þýðir sennilega að A-hús komast í tísku á Íslandi eftir tuttugu ár. En þá verður kannski búið að rífa þau flest. Svo þarf að hella úr safnhaugstunnunni og stinga upp beð og sá fræjum, já og stinga upp fullt af furup

Enn í Åmål

Enn er ég í Åmål en skrapp reyndar til Karlstad um helgina til að fá hvíld frá fásinninu. Þangað er klukkutíma róleg lestarferð. Mér finnst hægar lestir betri en hraðar. Í Karlstad sá ég safnið með myndum eftir Lars Lerin , gamla steinbrú og fleira skemmtilegt. Í Víðsjá í dag fjallaði Steinunn Inga Óttarsdóttir mjög vel um Velkomin til Ameríku , eftir Lindu Boström Knausgård. Bókin, sem ég þýddi í vetur, er nýkomin út og ef einhvern langar að hlusta þá er hann hér þátturinn og umfjöllunin hefst á 36. mínútu .   Ljóðalesturinn í kúltúrhúsinu hjá okkur Louise Halvardsson gekk, held ég, ljómandi vel og hér er viðtal við mig sem birtist í héraðsfréttablaðinu . Það er pláss fyrir fólk í litlum bæ eins og Åmål. Úr gönguferð í kvöld. Lestargöng sem hafa ekki verið notuð í áratugi.

Drottninggatan

Ég er stödd á gistiheimili í Stokkhólmi. Í gærkvöldi át ég salat upp úr plastboxi í kvöldmat og hámhorfði svo á Skam. Mér finnst þetta skemmtilegir þættir en ég og vinir mínir vorum nú ekki alveg jafn þroskuð við upphaf menntaskólanáms eins og norsku ungmennin. Þau eru líka sennilega eldri en þau eiga að vera, ég meina sko leikararnir. Þannig virkar kannski leiklistarbransinn, fyrst leikur fólk niður fyrir sig og síðan upp fyrir sig og svo er það rekið. Hádegismaturinn var bökuð kartafla með skagenröra. Í kvöld ætla ég að hitta þýðanda og forleggjara og drekka með henni bjór. Á morgun held ég ferðinni áfram, þá er sex klukkustunda lestarferð á dagskrá.

Baráttudagur kvenna

  Starfandi framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, Mari Pangestu, segir í viðtali við DN að í coronafaraldrinum beri konur þyngsta krossinn. Hún vill kalla þetta alþjóðlega kvennakreppu, að covid-19 hafi breikkað bilið á milli kynjanna og rifið upp gamla mismunun. Kvennastéttir hafa orðið verst úti og konur hugsa mest um börnin sem sum hafa ekki hafa fengið að fara í skólann í lengri tíma. Meðan ég las viðtalið við hana, sem fjallar um konur um allan heim, rifjuðust upp fréttir sem ég hef lesið um að ekki sé hugað að jafnrétti í ákvörðunum á Íslandi, til dæmis er ein nýleg hérna um karllægar aðgerðir stjórnvalda . Í dag verður kynnt kæra níu íslenskra kvenna til Mannréttindadómstóls Evrópu . Konurnar kæra íslenska ríkið fyrir að fella niður mál þeirra. Þær höfðu kært kynferðisof­beldi, heim­il­isof­beldi eða kyn­bundna áreitni en mál þeirra voru felld niður í íslensku réttarkerfi. Ofbeldi í garð kvenna er kerfisbundið. Til hamingju með baráttudag kvenna!

Föstudagur

Sumt fólk er alltaf að gefa eitthvað í skyn. Það segist gjarna hafa fengið símtal eða áhugaverðan tölvupóst, að ónefndur hafi komið að máli við sig, dæsir yfir að það sé með svo marga bolta á lofti, mörg járn í eldinum eða eitthvað í þá áttina en segir svo ekki nánar hvaða bolta og hvaða járn og skilur fólk í kringum sig eftir logandi af forvitni. Ég er svo tortryggin að ég held yfirleitt að þetta fólk sé að mikla fyrir sér hlutina eða gera sig merkilegt í augum annarra. Það er jú ákveðinn status að vera upptekin og eftirsótt. Kannski er ég svona skeptísk vegna þess að ég fæ sjaldan símtöl, ónefndir koma afar sjaldan að máli við mig og ég er aldrei með neina sérstaka bolta á lofti. Ég fæ líka sjaldan spennandi tölvupósta. En nú á ég reyndar einn í pósthólfinu með tillögum að myndskreytingum næstu bókar! Í gær fór ég á sumargleði hljóðbókalesara, það var mjög skemmtileg stund og góðar snittur og vín í boði. Svo fór ég á Hótel Öldu og spjallaði við skemmtilega vinkonu og þýðanda og pól

Ertu að reyna að vera fyndin?

Iris Murdoch með kisunni sinni Fyrir mörgum árum, í viðtali um einhverja bók eftir mig, spurði fjölmiðlamaður mig eftirfarandi spurningar: „Ertu að reyna að vera fyndin?“ Ég hef ekki hugmynd um hverju ég svaraði og reyndar var ég löngu búin að gleyma því að ég hefði verið spurð þegar Snæbjörn minnti mig á það einhvern tíma í fyrra, honum fannst þetta fyndin spurning. Í gærkvöldi horfði ég á viðtal við Babben Larsson, sem er sænsk leikkona, grínisti og uppistandskennari við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Þar var hún spurð hvað væri fyndið og í stuttu máli sagði hún eitthvað á þá leið að oft þætti fólki það fyndið þegar varpað væri ljósi á aðstæður sem það gæti séð sjálft sig í eða kannaðist við, en á einhvern óvæntan hátt eða í óvæntu samhengi.   Gagnrýnandinn John Self skrifaði grein í fyrra, sem birtist á vef BBC, þar sem hann hélt því fram að skáldskapur sem fengi okkur til að hlæja væri í raun oft sá besti og djúpstæðasti. Self var þarna að gagnrýna Booker-verðlaunalistann árið

Áfram gakk

Eldsnemma í morgun las ég þráð á samskiptamiðlinum Threads, sem var spjall um hvernig fólk komst að því að nánir aðstandendur voru CIA-njósnarar, einhverjir þeirra höfðu meira að segja verið gagnnjósnarar. Þegar afi eins á spjallinu dó fundust fimm ólík vegabréf sem hann átti, með mismunandi nöfnum, ein hafði búið með fjölskyldunni í Líberíu, Guatemala og einhverjum fleiri löndum og pabbi hennar vann hjá hernum og nú var að renna upp fyrir henni að hann var starfsmaður CIA og ein á spjallinu sagði pabba sinn alltaf hafa verið með tölvuherbergi með fimm mismunandi tölvum og allskonar græjum, áður en almenningur var með tölvur heima hjá sér, og nú var hún að komast að því að hann var njósnari. Þetta fannst mér skemmtilegt í ljósi þess að ég gerði fjóra útvarpsþætti s em finna má á í sarpinum á RÚV og þar er einmitt minnst á CIA í síðasta þættinum . Þættirnir fjalla um blaðbera sem hvarf árið 1976. Í þáttunum er líka minnst á sænskan spjallþráð þar sem rætt er um hvarf bréfberans, sem hét