Í gær sat ég á sólbekk við sundlaug á strandhóteli á Sikiley og horfði á maura vinna í því að flytja líkið af stórri, dauðri bjöllu. Fyrst reyndu nokkrir maurar að lyfta undir framendann á henni, eins og þeir hefðu hugsað sér að rúlla henni, það gekk ekki og hópur dreif að, maurarnir röðuðu sér í kringum bjölluna og bjuggu sig undir að lyfta henni í sameiningu. Ég fylgdist með þessu í nokkrar mínútur en skyndilega stóð upp heimilisfaðir á næsta sólbekk (hann var með stóra silfurkeðju um hálsinn og nöfn barnanna sinna flúruð á sig) og þreif bjölluna upp af sundlaugarbakkanum og henti henni út í runna. Svo stappaði hann ofan á maurahópnum með flip-flop töfflunni sinni.
Nú situr þessi maður á næsta borði við mig í morgunverðarsal hótelsins og borðar kökur. Það er ekkert ósætt brauð, nema örþunnar fransbrauðsneiðar, í boði hérna en kökuhlaðborðið er rosalegt. Allskonar tertur og flórsykurstráð sætabrauð í röðum á borðinu og nettar ítalskar konur raða í sig í kringum mig. Mauramorðinginn líka. Ég gef honum illt auga í laumi og vona að honum svelgist á eða að það komi stór maur og bíti hann í kálfann.
Í gær fór ég með kláfi upp á fjall sem gnæfir yfir Trapani og minnir á Esjuna. Munurinn er samt mikill því uppi á fjallinu er eldgömul borg sem heitir Erice. Þar eru ótal þröngar götur, kirkjur, útsýni til allra átta, og bakarí með góðum kökum. Sikileyingar hafa örugglega aldrei heyrt að sætabrauð sé óhollt. Þeir hafa líklega ekki heldur heyrt af plastlausum september. Í háskólanum fékk ég m.a.s. vín í plastglösum sem eru eins og notuð eru á tannlæknastofum til að skola.
Hótelið er í gamalli túnfiskverkunarstöð frá 17. öld og netsambandið mjög hægt svo ég get bara birt eina mynd. Ég get alveg fyrirgefið lélegt netsamband, byggingarnar hafa ekki verið hannaðar með netið í huga, það koma fleiri myndir síðar.
Nú situr þessi maður á næsta borði við mig í morgunverðarsal hótelsins og borðar kökur. Það er ekkert ósætt brauð, nema örþunnar fransbrauðsneiðar, í boði hérna en kökuhlaðborðið er rosalegt. Allskonar tertur og flórsykurstráð sætabrauð í röðum á borðinu og nettar ítalskar konur raða í sig í kringum mig. Mauramorðinginn líka. Ég gef honum illt auga í laumi og vona að honum svelgist á eða að það komi stór maur og bíti hann í kálfann.
Í gær fór ég með kláfi upp á fjall sem gnæfir yfir Trapani og minnir á Esjuna. Munurinn er samt mikill því uppi á fjallinu er eldgömul borg sem heitir Erice. Þar eru ótal þröngar götur, kirkjur, útsýni til allra átta, og bakarí með góðum kökum. Sikileyingar hafa örugglega aldrei heyrt að sætabrauð sé óhollt. Þeir hafa líklega ekki heldur heyrt af plastlausum september. Í háskólanum fékk ég m.a.s. vín í plastglösum sem eru eins og notuð eru á tannlæknastofum til að skola.
Hótelið er í gamalli túnfiskverkunarstöð frá 17. öld og netsambandið mjög hægt svo ég get bara birt eina mynd. Ég get alveg fyrirgefið lélegt netsamband, byggingarnar hafa ekki verið hannaðar með netið í huga, það koma fleiri myndir síðar.
![]() |
Sundlaugarbakki túnfiskverksmiðjunnar |
Kommentarer
Skicka en kommentar