Í Silkeborg á Jótlandi eru varðveittar leifar af manni sem fannst í danskri mýri um miðja síðustu öld. Þegar ég var unglingur fór ég og skoðaði Tollundmanninn og fékk þessa rúmlega tvö þúsund ára gömlu múmíu svolítið á heilann og póstkort af karlinum hékk árum saman uppi á vegg í herbergjum sem ég bjó í. Á þeim árum var ekki til neitt internet og ég fann sáralitla umfjöllun um þennan forvitnilega mann svo póstkortið varð að duga mér í mörg ár. Þegar ég, ásamt góðum meðhöfundi, skrifaði kennslubók fyrir miðstig grunnskóla fyrir nokkrum árum, sá ég til þess að koma Tollundmanninum inn í bókina og ég vona að börnin sem lesa hana og kennarar þeirra kunni að meta það.
Þegar ég sé fjallað um Tollundmanninn, og fleira fólk sem hefur fundist í mýrum í Danmörku, verð ég alltaf forvitin og meðal þess sem mér hefur fundist skemmtilegt er frétt sem birtist í dönskum fjölmiðlum fyrir nokkru síðan. Fréttin fjallar um tá sem var á fæti Tollundmannsins en lenti á flækingi.
Það hafa ýmis vandamál komið upp í tengslum við varðveislu mýrafólks og þegar verið var að vinna í að reyna að forða Tollundmanninum frá rotnun á sjötta áratug síðustu aldar, var skorin af honum táin. Síðan hvarf hún og fannst ekki aftur fyrr en fyrir skömmu. Þá var það þannig að kona í Nivå, sem heitir Birte, mætti á safnið í Silkeborg og skilaði tánni. Pabbi hennar var forvörður sem vann fyrir virt söfn í Danmörku og hann tók ýmislegt heim með sér sem rak á fjörur hans og eitt af því var táin á Tollundmanninum. Birte sagði við blaðamann hjá Politiken að hann hefði gengið með tána í vösum sínum, bæði á jakkanum og baðsloppnum, og tekið hana upp og kíkt á hana öðru hverju, jafnvel haft hana við hliðina á matardiskinum þegar hann var að borða. Það sama átti víst við um gamla peninga, flísar úr víkingaskipum og hitt og þetta sem kom upp við fornleifarannsóknir. Svo hvarf táin einn daginn og Birte sá hana ekki í áratugi. Fjölskyldan leitaði að henni þegar pabbi hennar dó og mömmu hennar grunaði að hún hefði hent henni í ógáti. Svo kom að því fyrir skömmu að Birte flutti á hjúkrunarheimili og í flutningunum fannst táin, sem er kannski tvö þúsund og fjögur hundruð ára gömul, hún lá með verkfærum sem pabbi hennar, forvörðurinn, hafði átt. Tánni var skilað á safnið og þar er fólk auðvitað mjög ánægt með að hafa fengið hana aftur. Nú er hægt að sýna hana og segja söguna af því að hún hafi verið í vasanum á baðslopp forvarðar og einhvers staðar á þvælingi í sjötíu ár eftir að Tollundmaðurinn fannst í mýrinni.
Þegar ég sé fjallað um Tollundmanninn, og fleira fólk sem hefur fundist í mýrum í Danmörku, verð ég alltaf forvitin og meðal þess sem mér hefur fundist skemmtilegt er frétt sem birtist í dönskum fjölmiðlum fyrir nokkru síðan. Fréttin fjallar um tá sem var á fæti Tollundmannsins en lenti á flækingi.
Það hafa ýmis vandamál komið upp í tengslum við varðveislu mýrafólks og þegar verið var að vinna í að reyna að forða Tollundmanninum frá rotnun á sjötta áratug síðustu aldar, var skorin af honum táin. Síðan hvarf hún og fannst ekki aftur fyrr en fyrir skömmu. Þá var það þannig að kona í Nivå, sem heitir Birte, mætti á safnið í Silkeborg og skilaði tánni. Pabbi hennar var forvörður sem vann fyrir virt söfn í Danmörku og hann tók ýmislegt heim með sér sem rak á fjörur hans og eitt af því var táin á Tollundmanninum. Birte sagði við blaðamann hjá Politiken að hann hefði gengið með tána í vösum sínum, bæði á jakkanum og baðsloppnum, og tekið hana upp og kíkt á hana öðru hverju, jafnvel haft hana við hliðina á matardiskinum þegar hann var að borða. Það sama átti víst við um gamla peninga, flísar úr víkingaskipum og hitt og þetta sem kom upp við fornleifarannsóknir. Svo hvarf táin einn daginn og Birte sá hana ekki í áratugi. Fjölskyldan leitaði að henni þegar pabbi hennar dó og mömmu hennar grunaði að hún hefði hent henni í ógáti. Svo kom að því fyrir skömmu að Birte flutti á hjúkrunarheimili og í flutningunum fannst táin, sem er kannski tvö þúsund og fjögur hundruð ára gömul, hún lá með verkfærum sem pabbi hennar, forvörðurinn, hafði átt. Tánni var skilað á safnið og þar er fólk auðvitað mjög ánægt með að hafa fengið hana aftur. Nú er hægt að sýna hana og segja söguna af því að hún hafi verið í vasanum á baðslopp forvarðar og einhvers staðar á þvælingi í sjötíu ár eftir að Tollundmaðurinn fannst í mýrinni.
Kommentarer
Skicka en kommentar