Hver einasta bók á skilið góða lesendur, eða alla vega einn góðan lesanda, sem tekur á móti verkinu af sanngirni, hugsar vandlega um það sem stendur í textanum, lifir sig inn í heim persónanna og mætir heiminum, sem einmitt þessi ákveðna bók býður upp á, með opnum huga. Þess vegna eru gagnrýnendur mjög mikilvægir. Þeir eru auðvitað ólíkir og misjafnir, en þeir sem eru bestir eru einmitt svona góðir lesendur. Þýðendur þurfa líka að vera mjög góðir lesendur, líklega er enn mikilvægara að þeir mæti textanum sem þeir eru að þýða með sem flest skilningarvit opin. Stundum þarf þýðandinn líka að kunna að rúnta um einhverjar ókunnar einstefnugötur og finna leiðir til að komast út úr furðulegustu botnlöngum. Þetta var ég að hugsa um áðan á meðan ég steikti fisk og hlustaði á beina útsendingu frá afhendingu sænsku Augustverðlaunanna. Í ár voru, ásamt fleirum, tilnefndir tveir mjög ólíkir höfundar sem ég hef þýtt mjög ólíkar bækur eftir, en þessar bækur þeirra sem voru tilnefndar í ár hef ég...