Fortsätt till huvudinnehåll

Inlägg

Visar inlägg från juni, 2024

Táin á Tollundmanninum

Í Silkeborg á Jótlandi eru varðveittar leifar af manni sem fannst í danskri mýri um miðja síðustu öld. Þegar ég var unglingur fór ég og skoðaði Tollundmanninn og fékk þessa rúmlega tvö þúsund ára gömlu múmíu svolítið á heilann og póstkort af karlinum hékk árum saman uppi á vegg í herbergjum sem ég bjó í. Á þeim árum var ekki til neitt internet og ég fann sáralitla umfjöllun um þennan forvitnilega mann svo póstkortið varð að duga mér í mörg ár. Þegar ég, ásamt góðum meðhöfundi, skrifaði kennslubók fyrir miðstig grunnskóla fyrir nokkrum árum, sá ég til þess að koma Tollundmanninum inn í bókina og ég vona að börnin sem lesa hana og kennarar þeirra kunni að meta það. Þegar ég sé fjallað um Tollundmanninn, og fleira fólk sem hefur fundist í mýrum í Danmörku, verð ég alltaf forvitin og meðal þess sem mér hefur fundist skemmtilegt er frétt sem birtist í dönskum fjölmiðlum fyrir nokkru síðan. Fréttin fjallar um tá sem var á fæti Tollundmannsins en lenti á flækingi. Það hafa ýmis vandamál ko

Áfram gakk

Eldsnemma í morgun las ég þráð á samskiptamiðlinum Threads, sem var spjall um hvernig fólk komst að því að nánir aðstandendur voru CIA-njósnarar, einhverjir þeirra höfðu meira að segja verið gagnnjósnarar. Þegar afi eins á spjallinu dó fundust fimm ólík vegabréf sem hann átti, með mismunandi nöfnum, ein hafði búið með fjölskyldunni í Líberíu, Guatemala og einhverjum fleiri löndum og pabbi hennar vann hjá hernum og nú var að renna upp fyrir henni að hann var starfsmaður CIA og ein á spjallinu sagði pabba sinn alltaf hafa verið með tölvuherbergi með fimm mismunandi tölvum og allskonar græjum, áður en almenningur var með tölvur heima hjá sér, og nú var hún að komast að því að hann var njósnari. Þetta fannst mér skemmtilegt í ljósi þess að ég gerði fjóra útvarpsþætti s em finna má á í sarpinum á RÚV og þar er einmitt minnst á CIA í síðasta þættinum . Þættirnir fjalla um blaðbera sem hvarf árið 1976. Í þáttunum er líka minnst á sænskan spjallþráð þar sem rætt er um hvarf bréfberans, sem hét